420

Forgangsröðun

Ég er nú ekki að sjá að ræktun á 12 kannabisplöntum í heimahúsi til eigin nota réttlæti þessa meðferð. Húsráðandi var handtekinn og verður væntanlega kærður og dæmdur sekur skv. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.

Gera má ráð fyrir því að viðkomandi fái 30 mánaða skilorðsbundið fangelsi og fái fíkniefnabrot á sakaskrá, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi varðandi atvinnu og stöðu hans í samfélaginu.

Í stað þess að eyða tíma lögreglu/dómstóla í að eltast við þá sem eru að rækta fyrir eigin neyslu þá væri betra fyrir samfélagið í heild sinni ef meiri kraftur væri settur í að taka þá sem eru að selja fíkniefni. Þeir aðilar víla ekki fyrir sér að selja til unglinga enda hugsa þeir bara um að græða. Einnig þarf að setja miklu meiri kraft í forvarnir til að koma í veg fyrir að ungt fólk fari í neyslu.

Það er líka athyglisvert að ríkið er að selja fíkniefnin áfengi og tóbak í stórum stíl. Þessi efni eru mun skaðmeiri en kannabis og valda neytendum þess miklum skaða, það hafa fjölmargar rannsóknir leitt í ljós.


mbl.is Fundu kannabis á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband